Greinasafn fyrir merki: ég fel þér

Keltnesk bæn

Guð, hjálpa mér að koma reglu á líf mitt,

með einfaldleika að leiðarljósi.

Guð, kenn mér að hlusta á rödd þína hið innra.

Kenn mér að fagna breytingum í stað þess að óttast.

Guð, ég játa innri ókyrrð mína,

ég fel þér óánægju mína,

ég játa eirðarleysi mitt,

ég fel þér efasemdir mínar,

ég játa örvæntingu mína,

ég fel þér alla þrá sem í mér býr.

Guð, hjálpa mér að vaxa að visku,

að hlusta á þig og þora að fylgja þér,

jafnvel í gegnum þrúgandi myrkur og opnar dyr.

Þessi kelneska bæn kom til mín í tiltekt í tölvunni. Myndina tók ég nærri Sandskeiði 2025 á leið austur fyrir fjall – himindyr opnuðust og afturelding varð í gegnum dimma skýjabakka. Ég heillast af spilandi leik sólar í skýjum.