Og Guð sá að það var gott. 1Mós 1.10.
Er þessi setning í fyrsta kafla Biblíunnar fyrsti ritdómur veraldar um listaverk? Guð Biblíunnar er ekki fjarlægt frumafl veraldar heldur ástríðufullur listfrömuður sem skapar, sér form, liti, ljós, fegurð.
Guð talar heiminn fram eins og ljóð, mótar eins og skúlptúristi, skipuleggur sem hönnuður. Í sögunni birtist Guð dramatúrg og gjörningameistari. Sviðmyndajöfurinn umbreytir hversdagslegum hlutum í merkingu. Brauð verður líkami, vatn verður vín.
Guð vinnur ekki aðeins með orð, heldur með líkama, rými, tíma og átök. Í Jesú varð Guð að listaverki. Orðið varð hold, merking varð ásjóna, fegurð varð opið sár og frumóp á krossi. Krossinn er ekki bara aftökugræja heldur listrænn gjörningur sem snýr merkingu heimsins á hvolf. Skömm víkur fyrir dásemd. Ósigur verður sigur, dauði verður líf.
Guð býr ekki til og hverfur svo til annarra verka. Guð tekur brotið, skakkt og spillt efni manna og náttúru og mótar úr því nýja sköpun, nýtt listaverk. Heimurinn er verk í vinnslu, óklárað listaverk sem Guð heldur áfram að skapa í samstarfi við dýptir veraldar og menn líka.
Guð sá að það var gott!
Myndina tók ég við Vestamannaeyjar.