Hver yrðu fyrstu verkefni þín í starfi ef þú yrðir kjörinn biskup?

Þetta er góð spurning, sem ég varð að svara sjálfum mér og spyrjanda. Ég komst að því að forgansverkefnin væru eiginlega þrjú og varða ungt fólk og fé og fullorðið fólk. Hvað þýðir það? Fyrstu verkefni mín í biskupsstarfi yrðu:

  • Í fyrsta lagi að kalla barnafræðara kirkjunnar til átaks í þágu barna og barnafjölskyldna. Börnin eru dýrmæti og einnig framtíð kirkjunnar.
  • Í annan stað að beita mér fyrir að ríkið skili réttilega félagsgjöldum kirkjunnar, sóknargjöldum, til að söfnuðirnir geti sinnt verkefnum sínum.
  • Í þriðja lagi að hefja græðarastarf innan kirkjunnar með því að hafa sem nánast samstarf við presta, djákna og sóknarnefndarfólk um land allt. Þetta forystufólk kirkjunnar þarf að næra og hlúa að. Glatt fólk þjónar vel.