Biskup á að vera fús til samtals, vera virkur þátttakandi í menningarþróun, veita andlega leiðsögn, vera prestur prestanna og þjóðarprédikari. Til að sinna þessu hlutverki þarf að létta af biskupsembættinu hlutverki framkvæmdastjóra kirkjunnar. Stjórnsýsla kirkjunnar þarf að vera gegnsæ og skilvirk. Biskupsstofa á að verða þjónustumiðstöð kirkjunnar.