Ljúffeng Teryiaki kjúklingaskál

3-4 kjúklingabringur (eða 1 kalkúnabringa)
200 ml Garlic Teryiaki hvítlauks sósa frá Stonewell
1 poki spínat

½ box blandað salat
1 1/2 bolli bulgur
1 grænmetisteningur
1 box kirsuberjatómatar
1/2 gúrka
1/2 rauðlaukur
2 avacado
1 sæt paprika
1/2 krukka fetaostur 
100 gr ristaðar pekanhnetur
Ferskt kóríander eftir smekk

Skerið kjötið í ca. 1 cm bita. Setjið olíu á pönnu og steikið bitana. Kryddið, saltið og piprið að vild. Því næst er teryiaki-sósunni hellt yfir kjúklinginn á pönnunni. Leyfið bitunum að malla í sósunni um stund.

Grænmetið er saxað. Skerið laukinn þunnt. Ljómandi að helminga kirsuberjatómatana og marinera í góðri ólífuolíu og flögusalti. 

Bulgur soðið samkvæmt leiðbeiningunum (oftast 1 á móti 2 vatns). Setjið kjúklingatening í suðuvatnið til að styrkja bragð.

Komið öllu spínatinu og salatinu fyrir á fati og dreifið bulgur jafnt yfir. Að lokum er kjúklingabitunum, pekanhnetum, rauðlauk, kóríander og fetaosti dreift yfir.

Bæn: 

Þar sem Drottinn ber á borð
blessun streymir niður.
Þar sem hljómar himneskt orð
helgur ríkir friður.
Fyrir allt sem mettar mann
miklum ríka gjafarann.
Lof og dýrð sé Drottni.