Í þessari ofnuppskrift eru kartöflur og kjúklingurinn fær bragð af góðri og ilmsterkri rósmarínsósu með kapers og ansjósum. Í staðinn fyrir tómata sem oft eru notaðir í pottrétti, er sýrubragðið fengið úr hvítvíni og ediki. Kjúklingurinn er lagður á kalda pönnu og síðan steiktur – til að ná stökkri húð og nota fituna sem grunn fyrir kartöflurnar. Grunnur uppskriftarinnar er frá Cybelle Tondu.
Fyrir 4
Hráefni:
900 g kjúklingalæri eð leggir (með beini og húð)
2 tsk gróft sjávarsalt
3 msk ólífuolía
500 gr kartöflur
1 msk ferskt rósmarín (nálarnar saxaðar)
4 ansjósur
2 hvítlauksrif
2 msk kapers
180 ml þurrt hvítvín
2 msk hvítvínsedik (eða rauðvínsedik)
2 msk fersk steinselja (söxuð)
Matseld:
- Ofninn stilltur á 220°C. Kjúklingurinn þerraður með pappírsþurrku og saltaður – 2 tsk salt.
- Hitið stóran pott eða djúpa pönnu (með loki eða án) og hellið 1 msk af olíu í. Leggið húðhlið kjúklingsins í kalda pönnuna og hitið síðan yfir meðalhita. Steikið án þess að hræra í um 15 mínútur, eða þar til húðin er orðin gullinbrún og losnar auðveldlega frá pönnunni.
- Á meðan kjúklingurinn steikist: Skerið kartöflurnar í bita um 2,5 cm að þykkt. Setjið í skál og bætið við rósmarín, söxuðum ansjósum, mörðum hvítlauk, kapers, 2 msk olíu og ½ tsk salti. Blandið öllu saman.
- Snúið kjúklingnum við og bætið kartöflublöndunni á pönnuna – komið fyrir yfir og undir kjúklingnum. Hellið hvítvíninu yfir. Setjið pönnuna í ofninn og steikið án loks í um það bil 25 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og kartöflurnar mjúkar.
- Takið pönnuna af hitanum og veiðið kjúklinginn úr pönnunni og setjið til hliðar. Bætið ediki og 2 msk vatns á pönnuna og látið malla á meðalhita. Hrærið öðru hvoru, þar til kartöflurnar eru þaktar þykkri, gljáandi sósu (um 5 mínútur eða lengur ef þarf). Ef sósan er of þykk eða feit, bætið við vatni, 1 msk í einu, til að ná réttri áferð. Smakkið til og bætið við salti og ediki ef þörf verður á.
- Setjið kjúklinginn aftur á pönnuna og stráið saxaðri steinselju yfir.
Tillögur að meðlæti:
Brauð
Rúgbrauð, focasía eða súrdeigsbrauð – til að dýfa í sósuna. Grillað brauð með hvítlauksolíu við bragðvídd.
Grænt salat
Létt rúkkola- og spínatsalat með sítrónusafa og ólífuolíu.
Má bæta við parmesanflögum eða kirsuberjatómötum.
Sítrónu- eða edikgljáð grænmeti
Grillaður aspargus eða grillaðar gulrætur með örlitlu balsamik-ediki.
Bæn: Þökkum Drottni því að hann er góður – og miskunn hans varir að eilífu. Amen.