Hálfrar aldar minning – saumspretta lagfærð fyrir messuferð í Staðarkirkju, Aðalvík á Hornströndum. Viðgerðin heldur enn og kirkjan stendur – en gleraugun farin í eyðingu tímans. Við vorum saman þrír guðfræðinemar og tæknimaður – dásamlegt kombó. Þræddum allar víkur, klifum fjöll, kynntumst kraftmiklu fólki og nutum gestrisni þess, skoðum stríðsminjar, ræddum djúpmálin og fengum að sofa í aðalhorninu hjá vitaverðinum á Horni. Sigldum svo hugsi og sælir undan huliðshjálminum til Ísafjarðar, saumsprettausir. Mannlíf, dýr og undur við Íshafið lifa í minningu. Þegar myndirnar koma úr kafinu finn ég enn lyktina úr lynginu, sé brosandi augu fólksins og alls konar gamlar hugsanir banka upp á.
