Þessi dásamlega vinaigrette-sósa er frá veitingastaðnum Via Carota í West Village í NY. Volga vatnið í uppskriftinni kann að koma á óvart, en því er bætt við til að mýkja edikið. Salatsósa á að vera svo góð að fólk geti borðað hana eða jafnvel svolgrað hana! Hægt er að nota þessa sósu á salat, aspargus og jafnvel líka með nautasteik, fisk eða steiktan kjúkling.
Innihald – nóg fyrir ca. 360 ml.
- 1 stór skalottulaukur, mjög smátt saxaður
- 2 msk gott sherry-edik
- 1 msk volgt vatn
- 1 bolli góð extra virgin ólífuolía
- 1½ tsk hunang
- 1½ tsk Dijon sinnep
- 1½ tsk gróft sinnep (heilkorns)
- 2 greinar tímían ca. ½ tsk eða þurrkað 1 tsk.
- 1 hvítlauksrif, fínt rifið
- 1 tsk gróft sjávarsalt – eða meira eftir smekk
- ½ tsk nýmalaður svartur pipar
Aðferð:
- Skalottulauku og edik í skál og látin standa í um 5 mínútur – sem mýkir laukinn.
- Bætt við volgu vatni, ólífuolíu, hunangi, sinnepinu, tímían, hvítlauk, salti og pipar.
- Hráefnið þeytt þar til sósan verður mjúk, gullin og vel blönduð. Smakkað til og bætt meira ediki við sem og salti skv. smekk.
Svo er allt í lagi að nota fallegar skálar fyrir salatið – t.d. Ittala-djásnin.