Þórdís Ívarsdóttir, sóknarnefnd Neskirkju og kennari

Það eru næstum 10 ár síðan ég fór að venja komur mínar í Neskirkju með börnin mín.  Fljótt fundum við hvað það er gott að koma þangað, þar ríkir góður andi og gott starf er unnið þar.  Sigurður Árni hefur með sinni góðu nærveru, áhuga  og næmni átt stóran þátt í að efla og auðga starfið í Neskirkju.  Ég treysti Sigurði Árna til að efla og opna þjóðkirkjuna verði hann biskup. Hann yrði góður leiðtogi kirkju í sókn.

Þórdís Ívarsdóttir í sóknarnefnd Neskirkju og kennari í Melaskóla.