Pönnusteiktir þorskhnakkar

þorskhnakkar2Ég fór í Melabúðina og sá fallegan, vellyktandi og þar með nýveiddan þorsk. Eldaði svo að hætti Heilsurétta fjölskyldunnar, afbragðs matreiðslubókar Berglindar Sigmarsdóttur. Breytti uppskrift ofurlítið – er jafnan hvatvís í kokkhúsinu. En matgæðingarnir voru svo sáttir við útkomuna að ég læt uppskriftina flakka og hún miðar við fjóra. Þetta er matur uppá 10 sagði kona mín. Ég hlusta á hennar mat.

800 gr. þorskhnakkar eða góður þorskur

Viðbitið

3 msk sítrónusafi

½ dl agave eða hunang

2 msk góð ólífuolía

1 rauð paprika

4 stórir rauðlaukar

½ – 1 grænn chilli fínsaxaður

10 ólífur – verða vera góðar! ljómandi að skera þær í tvennt

½ msk Maldonsalt

Hráefnið soðið í ca 10 1-15 mínútur – eða þar til laukurinn hefur náð að meyrna.

Tómatkryddjurtasósa

1 dós saxaðir tómatar

3-4 hvítlaukslauf pressuð eða fínskorin

½ búnt kóríander saxaður

½ búnt basilíka einnig söxuð (basileus á grísku þýðir kóngur – konunglegt krydd!)

1 dl. hvítvín

1 tsk. grænmetiskraftur

Tómtar, hvítlaukur, hvítvín og grænmetiskraftur soðið og í lokin er kryddjurtum bætt út í.

Þorskurinn, skorinn í ca. 200 gr stykki, svo saltaður og kryddaður eins og fólk vill og síðan pönnusteiktur í ólífuolíu við háan hita. Brúna fiskinn fyrst í þrjár mínútur og snúið og steikt – en ekki of lengi.

Tómtkryddsósan sett á disk, fisknum komið fyrir ofan á, og síðan viðbitið yfir fiskinn.

Yngri kynslóðin fékk reyndar ofnsteiktar sætar kartöflur með fiskinum – kartöflur fylla fiskihatara.

Þorskhnakkar 1

Bæn: Þökkum Drottni, því að hann er góður – því miskunn hans varir að eilífu – Amen.