Fimm spurningar Fréttablaðsins

Fréttablaðið sendi fimm spurningar til okkar biskupsefna. Þær eru:

  1. Hvert verður þitt fyrsta verk til breytinga verðir þú kjörinn biskup?
  2. Hvernig hefði kirkjan átt að bregðast við í máli kvennanna sem ásökuðu Ólaf Skúlason biskup um kynferðisbrot árið 1996?
  3. Hefur þú og/eða myndir þú gefa saman samkynhneigð pör? Vinsamlegast rökstyddu svar þitt.
  4. Telur þú að allir félagar í þjóðkirkjunni eigi að hafa kosningarétt í biskupskosningum?
  5. Finnst þér afstaða kirkjunnar til mála hafa byggst um of á bókstafstrú?

Svörin er hægt lesa í Fréttablaðinu. Þau eru líka birt á vefnum Við kjósum okkur biskup – spurningar og svör þar sem er að finna svör okkar við fjölda annarra spurninga.

Ég bið ykkur að veita athygli þessum svörum því í þeim birtist mikilvægur munur á afstöðu okkar sr. Agnesar og því, sem við viljum leggja áherslu á í kirkjustarfinu.