Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur í Valþjófsstaðarprestakalli

Ég styð sr. Sigurð Árna Þórðarson í embætti Biskups Íslands.

Af hverju?

Jú, það er vegna þess að ég tel að Þjóðkirkjunni verði vel borgið í framtíðinni með sr. Sigurð Árna sem biskup.  Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á málefnum kirkjunnar og glöggt auga fyrir því sem betur má fara auk þess að hafa dug og þor til að leiða kirkjuna okkar til farsældar og þar með okkur öll sem teljumst innan vébanda Þjóðkirkjunnar. Sigurður Árni býr yfir reynslu sem við sem þekkjum til hans finnum að glæðir öll störf hans og samskipti við fólk og hann vekur traust þeirra sem á vegi hans verða.

Ég treysti sr. Sigurði Árna Þórðarsyni.