Melstaður, Skagaströnd, Löngumýri, Vestmannsvatn og Akureyrarkirkja!

Fundir framundan á Norðurlandi. Biskup Íslands verður kosinn í næsta mánuði. Nú er ráð að þau sem hafa kosningarétt komi saman til að tala um málefnin í því kjöri. Stuðningsfólk mitt býður til funda norðan heiða 16. – 19. febrúar.

Hverjir koma á svona fundi? Það er fólk, sem vill ræða um biskupskjör, stöðu kirkjunnar og framtíð. Fundarboðendur eru vissulega stuðningsfólk mitt og ég mun ræða um stefnu og áherslur mínar. En auk þess er tilgangur fundarins samtal um kirkjuna. Því eru allir velkomnir til fundar hvaða stefnu eða afstöðu sem menn hafa í biskupskjöri. Að sækja svona fund er ekki yfirlýsing um stuðning við biskupsefni heldur yfirlýsing um stuðning við kirkjuna.

Fundarstaðir eru fjórir þess daga.

Melstaður í Miðfirði, fimmtudaginn 16. febrúar kl. 17.

Skagaströnd – Hólaneskirkja – föstudaginn 17. febrúar kl. 12.

Löngumýri, föstudaginn 17. febrúar kl. 17.

Vestmannsvatn, laugardaginn 18. febrúar, kl. 13.

Akureyrarkirkja – safnaðarheimili, sunnudaginn 19. febrúar, kl. 13.

Ég mun prédika um hið lifandi vatn og skírn Jesú í Akureyrarkirkju þennan sunnudagsmorgun. Messan hefst kl. 11 og fundurinn verður kl. 13.